:: give peace a chance
:: John Lennon var einn dáðasti og merkasti tónlistarmaður seinni tíma bæði sem lagahöfundur og söngvari. eftir hann liggja fjölmörg heimsþekkt lög sem daglega eru enn spiluð víða um heim.
:: John Lennon fæddist í liverpool á englandi 9. október 1940 en féll fyrir hendi morðingja fyrir utan heimili sitt í new york 8. desember 1980, þá aðeins fertugur. víðsvegar um heiminn var fólk slegið yfir dauða hans og margir telja að fráfall hans hafi verið eitt mesta áfall tónlistarsögunnar.
:: Lennon var baráttumaður fyrir friði í heiminum og lét mannréttindi og réttlæti sig miklu varða. hann var þekktur fyrir sinn beinskeitta húmor og rótækar skoðanir, sem birtust ekki hvað síst í harðri gagnrýni á stefnu stjórnvalda í bandaríkjunum þar sem hann bjó og starfaði síðustu árin.
:: Lennon varð fyrst heimsþekktur sem einn fjögurra meðlima hljómsveitarinnar the beatles, ásamt paul mccartney, george harrison og ringo starr. Lennon átti frumkvæðið að stofnun hljómsveitarinnar árið 1958, sem þá hét the quarrymen, en fyrsta hljómplata the Beatles, please please me, kom út árið 1963.
:: John Lennon og paul mccartney mynduðu hið vinsæla tvíeyki lagahöfunda Lennon-mccartney og sömdu lög, ekki aðeins fyrir hljómsveitina the beatles, heldur einnig fyrir aðrar hljómsveitir.
:: the beatles er jafnan talin ein vinsælasta hljómsveit allra tíma og plötur sveitarinnar hafa selst í hundruðum milljóna eintaka. síðasta hljómplata sveitarinnar, let it be, kom út árið 1970.
:: segja má að samstarf the beatles og upptökustjórans george martin, sem stundum er nefndur fimmti bítillinn, hafi bylt tónlist sjöunda áratugarins. ljóst er að áhrifa tónlistar the beatles og lagasmíða Lennon og mccartney gæta víða.
:: eftir að the beatles hættu í kjölfar ósættis innan sveitarinnar gaf John Lennon út átta hljómplötur, ýmist einn eða með eiginkonu sinni yoko ono, sú síðasta, milk and honey kom út í janúar 1980.
give peace a chance // hljómleikar til heiðurs John Lennon // sími: 552 3000 // netfang: